Wednesday, August 03, 2005

póstur

Ég er orðin opinberlega dönsk,ég gleymdi að það var verslunarmannahelgi á mánudaginn,var alveg brjáluð að reyna að hringja í bankann og náði aldrei í gegn. Ég var farinn að hafa virkilegar áhyggjur af íslendingum,ég var orðin sannfærð um að öll íslenska þjóðin væri öll í einu að hækka yfirdráttinn í gegnum símann eftir sumarfrís-mínusinn.
Fór á skemmtilega mynd um daginn A lot like love með Ashton Kutcher. Hún kom skemmtilega á óvart og þá sérstaklega hann. Mér hefur aldrei fundist hann sérstaklega sjarmerandi hingað til, en hann var bara mjög heillandi í þessari mynd. Ég tek það fram að hér er um eðal stelpumynd að ræða.
Ég var að uppgötva mjög skemmtilega fordóma sem ég hef gagnvart fólki með leiðinlega póstkassa eða póstlúgur. Ég er alveg sannfærð um það að fólk sem er með póstkassana sína út við hlið er alveg ótrúlega gott og örlátt. En fólkið sem er með þröngar og leiðinlegar póstlúgur eru skítakarakterar. Þetta er ekkert rosalega vísindaleg niðurstaða en það er örugglega eitthvað til í þessu. Hvernig er póstlúgan þín? Ertu Dalai Lama eða skítakarakter?
Ég er búinn að vera að vinna með honum Vagn undanfarnar vikur. Hann er búinn að vera póstberi í 40 ár og hann er frá Jylland. Ég skil ekki orð af því sem hann segir en það er víst allt í lagi því að það gerir það enginn annar heldur, hvort sem það eru danir eða einhverjir aðrir. Það hefur virkað fínt að kinka kolli öðru hverju. Hann Vagn vinnur svo hratt að ég á í mesta basli með að ná í skottið á honum. Hann er ótrúlegur,ég sé hann í rauninni aldrei vinna, pósturinn hverfur upp í hillur, hverfur niðri í tösku, hann er Harry Potter póstsins. Ég þarf að hafa mig alla við til að hann þurfi ekki að bíða helminginn af deginum eftir mér. En svona er þetta, maður biður um að komast í form og fær Harry Potter póstsins sem einkaþjálfa.

1 comment:

Linda Björk said...

hmm.... fékk engu að ráða um mína lúgu - hún er bara þarna til staðar :) en viss um að þetta sé eðal lúga þar sem ég er eðal manneskja að sjálfsögðu.

Búin að lesa sjöttu Harry Potter bókina? Get ekki beðið eftir þeirri sjöundu núna.