Wednesday, August 17, 2005

sól og sumar

Og svo var sól aftur í dag,þvílík lukka.
Danir eru svo innilega fyndnir á stalínskan máta. Það er alveg rosalegur munur á íslendingum og Dönum í hugsunarhætti. Danir eru mjög uppteknir af því að það eigi allt að vera sanngjarnt og allir eigi að fá það sama, það er svona nettur kommúnismi í þeim. Sem er fínt upp að vissu marki nema ókostirnir við það eru líka að það eigi allir að vera eins og maður má ekki að skara of mikið framúr. Ég hef rekið mig á það þegar ég er að sækja um vinnu þá má ég ekki segja hversu frábær starfskraftur ég er. Það sem íslendingum finnst heilbrigt sjálfstraust, upplifa Danir sem hroka og mont. T.d þá hefur íbúðaverð þrefaldast á nokkrum árum hérna eins og heima og það er farið að tala um að skattleggja þá sem voru það heppnir að hafa keypt nógu snemma. Íslendingar myndu bara öfundast í hljóði og hugsa "En hann heppinn!"og búið mál. En Danir hugsa "afhverju á hann að fá meira en ég? er hann eitthvað betri en ég? Skattleggjum hann! Einstaklingsframtakið er ekki alveg eins metið hérna og heima. En Danir eru á hinn bóginn með eitt það besta velferðar og menntunarkerfi í heimi þannig að þeir hljóta að vera gera eitthvað rétt.
Ég er eitthvað svo ægilega hamingjusöm, ég veit að maður á ekki að vera það þegar maður er atvinnulaus en skítt með það. Ég er það bara.

3 comments:

Anonymous said...

Hæ frænku beyb!Æðislegt að lesa skrifin þín: Yndislegt að sjá hvernig þú finnur að við ráðum ósköp takmarkað bara að leifa að fljóta Annar ræður og stjórnar.Þannig hefur sumarið liðið hjá mér búin að planta fullt af trjám í nýja sælulundinum mínum að Spóastöðum í Biskuptungum er núna þessa dagana að vinna að byggingu húsins míns í gegnum netið á ensku og Inga systir íUSA redda mér ferlega klár.nóg í bili namjó kveðjur Erna frænka

Anonymous said...

Vildi bara kvitta fyrir mig. Les alltaf reglulega :)
Kveðja, Hjördís A

Anonymous said...

Hæ erna frænka
Gaman að heyra í þer
það stefnir bara í ættarmót hérna inni,til hamingju með æðruleysislundinn og gangi þér vel með húsið
knús
Ásdís