Wednesday, August 24, 2005

Hún á afmæli í dag!

Ég gleymi því alltaf hvað ég er gömul með reglulegu millibili, ég þarf yfirleitt að hugsa mig um. En ég er tvítug í níunda skiptið í dag, ekki misskilja mig samt. Ég hef engan áhuga að vera tvítug aftur, ég var svo vitlaus á þeim aldri. Í rauninni verður þetta betra með hverju árinu og fór ekki að verða skemmtilegt að neinu viti fyrr en eftir að ég varð 25 ára. Ég fékk alveg geðveika afmælisgjöf frá mínum heittelskaða, hann gaf mér scooter, svona lítið mótorhjól. Ég kann ekki að keyra á því en í hausnum á mér er ég kominn með mótorhjólapróf, búinn að fá mér svartan leðurgalla og Harley Davidson. Djöfull væri ég flott á Harley Davidson. Brumm,Brumm

5 comments:

Linda Björk said...

Til hamingju með afmælið - jamm segi það á réttum stað núna :)

hafðu það gott í dag!

Anonymous said...

góðann daginn dúllan mín
til hamingju með daginn. og til hamingju með þetta fína hjól.
knús og kossar frá íslandi. kveðja Erna og Bent. p.s doppa biður að heilsa

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elskan mín fyrirgefðu hvað ég var upptekin í vinnunni í morgun eigðu góðan dag
kveðjur
MA
xxxxxxx

Anonymous said...

Til hamingju með daginn frænkubeib
nú ertu komin á þann aldur sem hangir við þig næstu þrjátíu 29 sko er það flottasta 29 og HD í mínus 2 veldi draumur Kveðja Erna stóra

Anonymous said...

Sæl kerlingin mín! Gaman að fáá smá fréttir af þér.Kíki með jöfnu millibili á bloggið. Sjálfstraustið hjá mér eykst til muna þegar ég sé að "rúmlega" tvítug stúlka gefst upp á bréfbera starfinu. Eðlilegt með þá "gömlu" Þetta er nefnilega bara fyrir togarajaxla með tattoo. Ekki penar dömur. Gangi þér allt í haginn og njóttu þín!! Kv. Stína Á. "danska"