Sunday, September 11, 2005

Dejlig weekend

Minn heittelskaði bauð mér út að borða á föstudagskvöldið á japanskan veitingastað og þar fékk ég það rosalegasta sushi sem ég hef smakkað. Ég man bara ekki eftir því að hafa orðið svona agndofa yfir mat áður, sushiið var svo gott að ég var hreinlega hissa. Hver biti var opinberun! Ég fer þarna pottþétt aftur
Svo var mér boðið í grill á laugardagskvöldið hjá gömlum björgunarsveitarfélögum( ekki það að við séum eitthvað gömul, heldur er bara langt síðan við byrjum í björgunarsveitinni). Þekkjandi mína menn ágætlega, þá mætti ég með ananas á grillið svo að það væri eitthvað jurtakyns að borða og bjargaði þeim þar með frá skyrbjúg. Salat og annarslags græn vitleysa er nefnilega bara fyrir kellingar! Hvað er þetta eiginlega með menn og kjöt og svo konur og salat!
Svo var kvöldinu eytt útí garði við gítarundirspil og rifjaðar upp gamlar fylleríssögur og skandalar sem maður er sem betur fer löngu hættur að gera. Ég vona það allavegana. Þetta var rosalega notalegt kvöld og ég náði að halda mér vakandi fram yfir miðnætti sem er mjög öflugt af minni hálfu.

1 comment:

Anonymous said...

Gettu hvað Ásdís heppnin er með þér, þú munt fara aftur á þennan japanska veitingarstað. Eftir svona c.a. 9 til 10 daga :O) Vei vei :P