Thursday, September 22, 2005

Ódýrt!

Ég er komin með dáldið danskt verðskyn núna en það er tveir hlutir sem ég missi mig algjörlega ennþá yfir. Það eru slúðurblöð og kjöttilboð. Ég kaupi slúðurblöðin bara vegna þess að þau eru fjórum sinnum ódýrari hérna en heima. Ég græt líka yfir kjöttilboðum í stórmörkuðum vegna þess að ég á svo lítinn frysti. Ég verð algerlega vitstola þegar ég sé 10 kjúklinga á 1600kr íslenskar og ég get ekki keypt þá út af frystinum. Ég ætti kannski að vera þakklát fyrir litla frystinn minn annars ætti ég heila nautgripahjörð og kjúklingabú í frystikistunni. Núna verð ég allavegana að éta úr frystinum til að búa til meira pláss.
Vinnan er mjög skemmtileg, hitti fullt af krúttlegu fólki og er komin heim kl 15 á daginn. Svo vinnur maður bara 35 tíma. Ekki slæmt!
Sigga vinkona kemur á laugardagsmorgun og svo málum við bæinn rauðan um helgina.

No comments: