Monday, September 26, 2005

Ég og Sigga tækluðum restina af flóamarkaðnum í gær og komumst að því að við erum stórhættulegar saman. Það er gífurlega efnahagslega óhagkvæmt fyrir okkur að versla saman, við töldum hvor annari trú til skiptis um að þetta væri algjörlega nauðsynlegt sem okkur langaði í og þetta væri nú svo ódýrt!! Það er kominn halli á fjárlögin eftir þessa ferð. Svo fórum við í bíó í gærkvöldi á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna, Johnny Depp er svo frábær í þessari myndi, mæli með henni. Er að pæla að skipta um au pair, sigga er ekki búin að vaska upp einu sinni síðan hún kom! Þetta er engin frammistaða.

3 comments:

Linda Björk said...

Myndin er snilld og drengurinn (Johnny Depp) er frábær.

kveðja
Linda Depp ;)

Anonymous said...

halló halló
má ég vera aupair í nóvember ég lofa að vaska upp

Anonymous said...

sæl frænka
gaman að lesa frá þér ég sé tryppið fyrir mér (þig) segja frá með höndum og öllum skrokknum svon geymist þú ekki gott hjá þér tap á mánaða útgjöldum svei svei ástarkveðja Erna1