Saturday, September 24, 2005
fló!
Loksins er uppvaskari nr.2 kominn, Sigga vinkona átti í mestu vandræðum með að komast útúr Svíþjóð í dag vegna verslunaráráttu(ekki hennar samt!). Við fórum beint á risaflóamarkað, hann var það stór að við komumst bara yfir 1/3 í dag og ætlum að gera aðra atlögu á morgun. Við fórum á dáldið föndurfyllerí og fylltum á lagerinn fyrir jólaföndrið. Svo fórum við á tíbetskan veitingastað og borðuðum afar góðan mat. Það er búið að vera geðveikt veður í dag 20 stiga hiti og yndislegheit. Ég ætti kannski alltaf að vera með gesti,sólin virðist skína þegar það sefur einhver í stofunni hjá mér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
er laus í janúar ef þig vantar au pair ;) bleh....
20 stiga hiti - það er alveg fínt.
Post a Comment