Sunday, September 04, 2005

Dönskuséní!

Ég er byrjuð í dönskuskóla og ég er bara nokkuð klár. Öll þessi ár í barna og framhaldsskóla þar sem maður kvartaði mikið undan hverskonar þrældómur það væri að þurfa að læra dönsku eru að skila sér núna. Ég hefði nú aldrei trúað því þá að það ætti einhvern tímann eftir að gagnast mér þetta dönskunám. Ég er alveg þvílíkt heppin, ég sé það að fólk frá öðrum löndum eins og Búlgaríu og Afríku á í alveg svakalegu basli, jafnvel eftir mörg ár í skóla. Ég tek 9.bekkjarpróf í dönsku í nóvember og svo er það stúdentsprófið í vor.
Mér gengur alltaf betur að tala en mig vantar aðallega orðaforðann. Ég verð orðin fín um jól. Talandi um jól þá var ég að heyra að vinkonurnar heima eru að fara að byrja á jólaföndrinu. Það er nú ekki seinna vænna. Ég verð að fara að byrja að sauma út jólakortin fyrir þessi jól. Það fengu færri en vildu á seinasta ári vegna framleiðsluleysis af minni hálfu.
Ég kem ekki heim um jólin, jólin verða víst dönsk þetta árið mínus snafs og svínasteik.

2 comments:

Anonymous said...

Mig langar að heyra í þér, hvað er númerið þitt? Bára

Anonymous said...

Sælar stelpur, skemmtið ykkur vel og passið að góða veðrið fari ekki strax. Ég er búin að vera með flensu og kvef dauðans í 3 daga væl, en það eina sem hélt í mér lífinu var tilvonandi ferð til Danmerkur. Hlakka til að sjá þig :)
kv.Sigga