Thursday, September 29, 2005

Vinnan mín er svo friðsæl, ég held að ég hafi aldrei verið í vinnu þar sem er svona mikil ró og friður. Ég tek varla eftir því að ég sé að vinna, ég er bara að spjalla allan daginn. Ég er ægilega ánægð með þetta enn sem komið er.
Ég hef tekið eftir því að hér er mikið fleira eldra fólk á ferli en heima og hef verið að pæla afhverju. Ég held að það sé útaf því að hérna dettur engum í hug að vinna fram yfir sextugt og svo er það bara að dingla sér. Íslendingar taka þetta aðeins öðruvísi, þeir hætta útkeyrðir 67 ára með sjöfalt brjóstklos, með slitgigt og líkþorn á öllum tám. Talandi um Ísland þá ætla ég að heiðra klakann með nærveru minni frá 29.nóv til 5.des. Þið getið byrjað að hlakka til núna!
Annars er ég dáldið heltekin af jólaföndri þessa dagana, mig hlakkar geðveikt til jólanna. Ég fann þessa fínu handavinnubúð niðri í bæ og stefni á að eyða peningum þar eftir helgi.

1 comment:

Linda Björk said...

Sigga á saumaklúbb í desember - er ekki málið bara að hafa saumaklúbb þegar þú ert á landinu. Þarf að nefna þetta við hana Siggu :)