Thursday, September 15, 2005

Barnalán!

Það hrynja inn börnin þessa dagana, María systir hennar Siggu var að eignast litla stelpu, Goggi var að eignast strák og svo má ekki gleyma Britney Spears sem var að eignast strák í vikunni. Ægileg hamingja! Talandi um börn, þá hef ég verið að vinna á leikskóla í afleysingum í vikunni. Ég hef bara ekki upplifað eins erfiða viku ever. Ég tala nefnilega ekki barnadönsku og þau horfa bara á mig eins og ég sé fáviti. Það kom ein lítil til mín um daginn og sagði að hún þyrfti að búa til pulsur. Ég fatta ekki neitt og það tekur mig heillangan tíma að fatta að barnið ætlar að fara á klósettið að kúka. Þetta kenna Danir börnunum sínum "að búa til pulsur"!!! Hvað er eiginlega að þessu fólki? Ég er búinn að missa varanlega lyst á pulsum.
Ég hef verið að pirrast yfir hvað atvinnuleit gengur hægt en ég fékk mjög áhugavert svar við umsókn um daginn. Í bréfinu stóð að ég hefði semsagt ekki fengið starfið og það hefðu 196 manns sótt um starfið. Ég tek það fram að starfið var aðstoðarmanneskja á leikskóla. Ég finnst það bara ekkert skrýtið núna að ég hafi ekki fengið starfið. 196 manns! Það ætti kannski að láta Dani vita að það er mannekla á íslenskum leikskólum!
Ég fór reyndar í viðtal í morgun og ég er nokkuð pottþétt um að fá vinnuna, ég var svo rífandi skemmtileg í viðtalinu þó að ég segi sjálf frá. Ég fæ að vita það í fyrramálið.
Uppvaskarinn minn fór heim í morgun,sniff. Núna verð ég að gera eitthvað í eldhúsinu sjálf. En þetta er allt í lagi, það er tæp vika í næsta uppvaskara.

1 comment:

Anonymous said...

hæ skósvan mín

gott að þú hafir það gott með börnunum. en þar sem næsti uppvaskari er á leiðinn til þín , vanhagar ykkur um eitthvað af klakanum . ef svo er láttu mig vita og ég redda því.
bið að heilsa
kveðja Erna