Wednesday, December 07, 2005

Ásdís snilli!

Dönskuguðirnir eru mér alveg fáránlega hliðhollir þessa dagana, ég fékk 10 og 13 í skriflega prófinu. Þetta á ég engan veginn skilið. Verð að muna að kaupa geit og slátra henni útí garði þeim til heiðurs.
Er komin með snert af brjósklosi eftir ferðina til Íslands. Foreldrar mínir versluðu jólagjafir eins þau hafi ekki séð okkur systur í 20 ár,svo var það hangilærið, grafni silungurinn, 2 kíló af nammi og hunangs cheerios pakkinn. Ekki misskilja mig samt, það er ekki hægt að fá of margar jólagjafir.
Það var dáldið skrýtið að koma til Íslands, myrkrið var dáldið sjokkerandi. En það vandist á svona 2 dögum. Þetta var alltof stuttur tími til að hitta alla sem maður vildi hitta og framkvæma allt sem maður ætlaði að gera. Það þarf að taka minnst 10 daga í þetta. En ég held samt að ég hafi náð því mikilvægasta, hinir fá bara jólakort í staðinn!
Ég fattaði líka eitt í Íslandsferðinni, ég skila aldrei kveðjum. Fólk var alltaf að biðja að heilsa hinum og þessum ,samt aðallega manninum mínum. Og ég gleymi þessu alltaf. Svo fór ég að pæla hvort að ég væri svona stjarnfræðilega mikill egóisti að ég gleymi öllu sem kemur mér ekki beint við. En svo getur líka verið að allir gleymi þessu eins og ég og það sé algjörlega merkingarlaust að biðja heilsa einhverjum eða segjast ætla að gera það.

3 comments:

Anonymous said...

Elskan mín það er einhver dularfullur pakki hérna ennþá skyldi hann vera til þín kannske frá Siggu er ekki merktur
láttu mig vita kem honum þá á Sigrúnu takk fyrir síðast yndislegt að hafa þig hjá okkur þó væri stutt.
jólakveðjur MA
xxxxxxxxxxxxxxx

Anonymous said...

sorry gleymdi til hamingju með árangurinn í dönskunni ekki það að það komi mér neitt á óvart.

MA

Anonymous said...

Til hamingju með dönsku einkunnirnar. Komin skrefi nær að verða alvöru bauni :)
kv.Sigga