Ég var að klára áramótaskaupið og það var nú bara helvíti fyndið. Fullt af ferskum leikurum, ég er bara ágætlega sátt. Hér er árið 2006 gengið í garð, flugeldarnir komnir á fullt og púðurlykt.
Ég var að kíkja á afrek ársins og ég er búin að vera dáldið dugleg.
1.Gifti mig og flutti á milli landa(bæði skuldlaust)
2. Lærði dönsku.
3.Komst að því að ég ætla aldrei að vinna sem póstberi!
4. Náði að vera góð við mína nánustu(svona 99%)
5. Náði ágætis hamingjuhlutfalli svona 85% en þarf að kyrja meira.
Nýársheitin 2006 eru:
1. Iðka meira
2.Vera óeigingjarnari á árinu
3. Fara í yoga
Gleðilegt ár öllsömul og þakka allt gamalt og gott. Þið eruð frábær. Skál!
Saturday, December 31, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gleðilegt ár Ásdís mín og takk fyrir það gamla :)
Post a Comment