Monday, December 12, 2005

Baunajólin

Ég og minn heittelskaði vorum þvílíkt dugleg um helgina,tókum og þrifum íbúðina hátt og lágt,þvoðum þvott og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan kíkti ég á byggðasafn bæjarins, þar var jólamarkaður og alls kyns sniðugt dót. Svo skoðaði ég nokkra krúttlega bóndabæi með stráþaki. Þetta var mjög huggulegt.
Danir eru mikið rólegri en Íslendingar í jólatíðinni og ég er búin að uppgötva hluta af ástæðunni. Ég fór í rúmfatalagerinn á Íslandi, þar var hálf búðin undirlögð undir jóladót. Ég fann jóladúka þar en svo fylltist ég danskri nísku og ákvað að fá þetta ódýrara í Nískulandinu. Svo kem ég heim og ætla að gera þvílík kaup. En svo er næstum ekkert jóladót í rúmfatalagernum hérna. Þvílík vonbrigði! Ástæðan fyrir því að Danir eru ekki jafnklikkaðir og íslendingar er einfaldlega sú að þeir hafa ekki nærri jafnmikið framboð á ónauðsynlegum hlutum til þess að kaupa. Svo gefa Danir ekki eins dýrar gjafir og íslendingar. Þannig að fjárhagur heimilisins fer ekki á hliðina útaf jólunum hérna. Sem er bara mjög skynsamt! En ég sakna ljósanna, þeir eru ekki duglegir við það hér.
Ég ætlast til að fá fullt af jólakortum, helst handföndruðum en ég neita ekki að lesa þau þó að þau séu keypt í Bónus. Hérna er adressan svo að þið getið látið til ykkar taka.
Ásdís Óladóttir eða Anders Larsen
Buddingevej 60
2800 Lyngby
Danmörk

No comments: