Tuesday, December 27, 2005

Snjókorn falla!

Það snjóar bara í Danmörkinni, meira segja bara helling. Ég þurfti að skafa scooterinn til að komast heim úr vinnunni! Ég geri mér nú reyndar alveg grein fyrir að það er til fólk sem þarf að skafa fleiri fermetra en ég en samt! Ég vildi helst vera alveg laus við snjóinn.
Ég fékk nokkrar jólakortaeftirlegukindur í dag sem ég er mjög ánægð með. Þannig að það eru nokkrir lausir úr jólakortaskammarkróknum hjá mér. En það eru margir eftir þar inni!
Ég fór í danskt jólaboð í gær og það var hin besta skemmtun. Maður er rosalega lengi að borða af því að það eru svo margir réttir og það er líka minni hætta á að maður éti á sig gat. Systir mín kom með snilldarhugmynd um hvernig á að haga jólahaldi framvegis. Við stefnum að fara til Íslands annaðhvert ár og erum hérna hitt árið. Þannig að ég kem heim næstu jól!
Beta og Mikkel eru að koma til okkar í hangikjöt og spilamennsku í kvöld. Ég var að smakka það og það er geðveikt gott. Ég og Beta ætlum að taka drengina í nefið í Settlers í kvöld!

2 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól
Farsælt komandi ár
Takk fyrir gömlu árin.
Ekki handmaden jólakort eða myndskreytt ef ég hef verið á skammarlista þá er ég komin út ??
Hafðu það sem allra best frænku beyb.Kveðja Erna1

Anonymous said...

jæja elskan
það er gott að heyra að þið hafið það gott í útlöndum, ykkur er allavega saknað hérna heima á klakanum, sem er enginn klaki því úti er rigning og rok. annars er allt komið á fullt í flugeldavinnunni, nóg að gera. hvenig var annars heimatilbúna kortið mitt. með mikilli kveðju frá litlu systur.
kveðja Erna