Sunday, December 25, 2005

jólahjól!

Gleðileg jól öll saman annars! Ég er búin að eiga ágætis jól með önd og lífrænt ræktuðum nautalundum,mmm! Fékk fullt af sniðugu dóti í jólagjöf og ég held að þetta séu rólegustu jól sem ég hef upplifað, bæði aðdragandinn og jólin sjálf. Mér fannst dáldið erfitt að komast í jólaskap því að hérna eru hlutirnir ekki eins og maður er vanur að hafa þá. En við hlustuðum á messuna á rúv.is og þá datt ég í stemmingu. Ég fór að pæla í því í gær að ég hef aldrei hlustað á prestinn, bara hlustað á lögin. Ég vona að hann hafi ekki verið að segja neitt merkilegt síðastliðin 29 ár. Svo er ég búin að eiga letidag í dag, horfa á vídeó og vera í náttfötum. Beta systir og Mikkel voru að fara, við spiluðum Settlers. Mig langar að taka það fram að við Beta unnum í bæði skiptin! Yeeaaah!
Svo var hún litla systir mín að slá í gegn í háskólanum og fékk þessar frábæru einkunnir. Það mætti halda að hún sé skyld mér:)
Þessi mynd hér að neðan er af barnabarni fjölskyldunnar, hundi litlu systur minnar. Hún Doppa var í pössun hjá afa og ömmu á aðfangadagskvöld og fékk nýsjálenskar nautalundir(eins og sjá má á svipnum)

No comments: