Friday, December 09, 2005

Ásdís snilli, taka 2

Í dag er góður dagur, ég grætti engin gamalmenni og ég fékk 10 í munnlega prófinu.
Sem þýðir að ég get haldið áfram í dönsku eftir áramót(það þurfti 10 í meðaleinkunn). En þó það sé nú fínt þá er dönsk málfræði ekki það skemmtilegasta í heimi, ég held að ég hafi skrópað núna jafn mikið og ég mætti. En batnandi manneskju er best að lifa, hver veit nema að ég læri að læra heima eftir áramót :).
Ég upplifði mjög furðulegan hlut í dag, hausinn á mér eyddi lunganum úr deginum í að velta sér uppúr því hvað ég hefði átt að segja í prófinu til að standa mig betur þrátt fyrir að hafa fengið 10. Það er varla hægt að gera mikið betra en það . Ég er svo rugluð!

2 comments:

Linda Björk said...

sorry Ásdís mín, en held að þar sem þú ert ekki búin að læra að læra heima þá held ég það komi ekki úr þessu.

Þú getur náttúrulega "prove me wrong" hahahaha :)

en til hamingju með þessar flottu einkunnir :)

knús

Anonymous said...

já til hamingju! og takk fyrir síðast, þetta var stutt en gott. Hefði viljað hafa þig aðeins meira út af fyrir mig;) en maður fær víst ekki allt hér í lífinu.
Og hvernig væri að klína dönsku adressunni á bloggið....svo maður geti staðið sig í jólakortunum!!
Knús, Anna Sigga