Thursday, November 17, 2005

Brrrr

Það er svo kalt í Danmörkinni að það er ekki fyndið. Það eru 0 gráður og mér finnst ég búa á Norðurpólnum. Mig rámar einhvernveginn ekki í að það sé svona kalt á Íslandi.
Prófið gekk fínt, ég hef ekki hugmynd um hvað ég fæ í einkunn en ég náði því og vel það. Ritgerðarefnið í prófinu fjallaði um að hvernig ætti að bæta heilbrigði almennings í landinu. Ég samdi þvílíka talibana fjallræðu um skaðsemi reykinga og hvað ætti að gera til að laga ástandið. Svo fór ég að pæla í því í morgun hvort kennarinn minn reyki og ég held að hún geri það. Svo reykir kannski prófdómarinn líka og svo verða þau ekkert sérlega ánægð með mig. Danir eru nefnilega ótrúlega viðkvæmir gagnvart þessari umræðu, pólítíkusar þora ekki að minnast á reykingabann nema að þeir séu leiðir á starfinu sínu og vilji ekki láta kjósa sig aftur. Það má nefnilega ekki skerða persónulegt frelsi reykingamannsins til að reykja nákvæmlega þar sem honum sýnist, sama hvort það fer á taugarnar á einhverjum öðrum eður ei. Þetta er svo klikkuð þjóð,Danir lifa víst líka skemur en aðrar norðurlandaþjóðir. Það er sígaretturnar, bjórinn og majónesið og trúleysið held ég.
Trúmál er líka ótrúlega viðkvæmt, hérna vill fólk frekar heyra mig tala um kynlífið mitt en trúna mína. Þetta er eina landið sem ég veit um þar sem er bannað að minnast á trú sína í starfsumsókn. Ég fékk fullt af atvinnuviðtölum heima út á búddismann, fólki fannst þetta ægilega spennandi. En hérna yrði ég örugglega rekin.
Ég sá alveg ótrúlegan hlut heima hjá eldri konu í dag, það var öskubakki skrúfaður í vegginn við hliðina á klósettpappírnum. Pælið í því að sitja á dollunni að skíta og reykja í leiðinni! Ótrúlegt! Það er eitthvað mikið að!

4 comments:

Anonymous said...

Hæ frænku beyb þú ert nú alveg miljón það verður ljós í lífi mínu við það að lesa frá þér takk fyrir dugnaðinn gott að fá að fylgjast svona með þér annars væriru bara tínd Kveðja Erna 1

Anonymous said...

At ryge og skide er en hver rygers ret ........ det er nydelse på højt plan.

Anonymous said...

jæja nú er lífið að komast á réttan kjöl eftir danaferðina miklu. er búin að gleðja ömmu hans Bents sem var frekar ánægð með allt föndurdótið. hún ætlaði allavega að monta sig við hinar kerlingarnar um hvað hún ætti flottara dót. þegar heim var komið var skýrsla , munnlegt og krossapróf sem beið og auðvitað brillera ég í öllu sem ég geri. svo bilaði bíllinn, allt að gerast. flotti bíllinn minn, en bent reddaði því auðvitað eins og venjulega. er farin að hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið. verð að fara að læra
kveðja Erna litla systir
p.s. það er dálítið erfitt að sitja og lesa þegar mann langar að föndra eitthvað skemmtilegt.

Linda Björk said...

hva ertu frosin inn að beini og getur ekki bloggað ;)