Sunday, November 13, 2005

Kellingarhelgin mikla

Þetta hefur farið sómasamlega fram hingað til. Fórum í Lyngby Storcenter í gær og fórum svo út að borða á mexikóskan veitingastað. Við vorum alveg búnar á því eftir það og fórum snemma heim. Það getur tekið á að tala svona mikið og ég tala nú ekki um ef maður þarf að gera eitthvað annað í leiðinni eins og að labba. Þessi goðsögn um að konur geti gert fleiri en einn hlut í einu er bara bull. Ég get ekki labbað hratt og talað í einu.
Svo byrjuðum við daginn á risa brunch heima hjá Betu,beikon,egg,pönnukökur og det hele. Svo fórum við á risa flóamarkað þar sem hún litlasystir mín, föndurdrottning norðursins tapaði sér algjörlega. Við fundum föndurbásinn og hún byrjaði að froðufella af gleði. Það er bara eins gott að hún á ekki við blóðþrýstingsvandamál að stríða annars held ég að þetta hefði riðið henni að fullu. Ég hef bara aldrei séð hana svona upprifna áður, hún verslaði hálfan básinn og fékk slatta ókeypis því að hún var svo góður kúnni. Hún á eftir að falla í Háskólanum af því að hún verður að föndra jólakort.

No comments: