Wednesday, November 02, 2005

tímateppa

Ég aulaðist niður í Köben á annatíma í morgun. Það var það mikil umferðarteppa að menn sátu á umferðareyjum og dreifðu dagblöðum svo fólki leiddist ekki! Það keyra tugþúsundir manna inn í Köben á hverjum morgni til þess að vinna. Er þetta nútímalífið? Fólk eyðir 2-3 tímum á dag í bíl til þess að eiga fyrir lífinu sínu. Ég vona það þeirra vegna að vinnan þeirra sé þess virði að leggja svona mikið á sig. Mér finnst nú þessum tíma betur varið í eitthvað annað eins og að eyða honum með fjölskyldunni.
Ég veit ekki hversu skemmtileg vinnan mín þyrfti að vera til að ég gerði þetta. Kannski ef ég bjargaði 15 börnum frá hungri í Sómalíu bara með því að mæta í vinnuna. Jú ætli það ekki.

3 comments:

Anonymous said...

til hamingju með þennan nýrakaða
Já sumir leggja á sig að aka vegalengdir til vinnu sem þeir vilja vera í maður verður líka að þola vinnuna til lengdar.
heyrumst
MA
XXXXXXX

Anonymous said...

jæja leggja höfuðið í bleyti. á ég að koma með eitthvað handa ykkur á laugardaginn. kveðja Erna

Anonymous said...

Hvernig væri nú að fara að skrifa eitthvað.....

Knús
Elísabet