Thursday, November 10, 2005

Haustið er alveg óendanlegt hérna, það eru ennþá lauf á trjánum og grasið er grænt. Mjög skrýtið, svo verður bara vetur í 4 mánuði frá des fram í mars. Ekki leiðinlegt! Ég finn mikinn mun á birtunni hér, ég verð ekki eins þung og heima. Hérna er ennþá bjart kl 7 á morgnana.
Erna litlasystir ætlar að koma í helgarferð núna um helgina. Það verður alveg svakaleg kellingarhelgi, hanga í búðum og borða á veitingastöðum. Vitið þið að orðið "kelling" er alveg geðveikt ljótt í Danmörku. Ef þú kallar danska konu kellingu þá færðu einn á lúðurinn eða þaðan af verra. Ég er komin með mikin fiðring útaf Íslandsferð, ég hlakka til að hitta fjölskyldu og vini og komast í mömmumat. Mömmumatur er besti matur í heimi.

No comments: