Thursday, November 10, 2005

Ásdís fiskibolla

Maðurinn minn elskulegur eldaði fiskibollur handa mér í kvöld og þær runnu ljúflega niður. Síðan arkaði ég glöð í skólann, svo fór ég úr jakkanum og upp reis þessi hrikalegi fnykur. Ég lyktaði eins og fiskimjölsverksmiðja, ég var búinn að gleyma hvað fiskibollufnykur festist í fötum. Það eina sem ég gat gert var að renna upp vindþéttu flíspeysunni og vona að hún kæfði þetta svona aðeins. Þau voru nú voðalega vinaleg, stelpan við hliðina á mér sagðist finna til svengdar við lyktina af mér og þýski strákurinn sagði að þetta væri voða íslensk lykt. Þetta er svo pínlegt að vera að kæfa aðra og sjálfa mig úr fýlu.
Burtséð frá þessu þá var þetta ágætis kvöld, ég fékk 8 í æfingaskriftarprófinu þrátt fyrir að fyrir að hafa beitt þeirri frægu " læra ekki rassgat heima allt haustið" aðferðinni. Hvenær ætli ég læri að læra heima?

1 comment:

Linda Björk said...

hahahahaha

held það komi ekki með hærri aldri né meiri þroska að maður fari að læra heima.

Ertu búin að taka þetta próf? Eða er það eftir?