Tuesday, November 15, 2005

læseforståelse

Ég held að ég eigi skemmtilegustu systur í heimi, það var geðveikt gaman um helgina. Ég myndi taka þær með á eyðieyju. Ég er nú helvíti heppin því að það er til fullt af fólki sem finnst ættingjar sínir ekki það skemmtilegasta í heimi. Erna fór í morgun, ég þarf eiginlega að vinna í því að hún flytji til Danmerkur.
Ég er ægilega klár, ég fékk 13 í æfinga lesskilningsprófinu. Svo er það alvara lífsins ámorgun, aðalprófið er kl.9 í fyrramálið. Þetta á eftir að ganga fínt.
Ég er að upplifa það að ég sé of góð í vinnunni minni. Ein eldri daman sem ég er hjá fær þunglyndiskast þegar ég er í fríi í vinnunni. Hún verður svo skelfilega leið þegar ég á fríhelgi en hún er reyndar dramadrottning dauðans. Svo byrjaði íslensk kona í vinnunni í dag, hún heitir Þórunn og það er bara ekki sjens fyrir greyið Danina að bera þetta fram. Ásdís er slæmt en Þórunn! Ég myndi bara breyta því í Tóta.
Úps! Ég fór með poka út í búð í gær en það var reyndar óvart. Þar fór það!

2 comments:

Anonymous said...

jæja takk æðislega fyrir mig. og veistu hvað búðinn var ekki opin þannig að það er enginn fetaostur í matinn hjá mér á föstudaginn. takk enn og aftur fyrir helgina. hlakka til að sjá þig hér heima
kveðja erna litla föndurdrottning

Linda Björk said...

gangi þér vel í prófinu :)