Mér tókst að eyðileggja líf gamallar konu í dag. Ég fór að versla fyrir hana og það voru ekki til jógúrtbollurnar sem hún vildi í búðinni. Hún var alveg miður sín og horfði á mig eins ég hefði drepið uppáhaldskettlinginn hennar. Svona getur þetta verið, vonandi verður hún búin að jafna sig á morgun.
Beta systir skrapp til Skotlands að leita að Loch Ness skrímslinu og drekka sig fulla að sjálfsögðu. Það er viðurkennd staðreynd í Skotlandi að það er auðveldara að koma á auga á Nessie undir áhrifum. Það er eins gott að hún komi með myndir heim.
Í Danmörku er ennþá funhiti og haustið rétt að byrja. Það hefur víst verið snjór uppí eyru heima undanfarið, ég er voða fegin að sleppa við það.
Monday, October 03, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hvað eru danirnir ekkert ligeglad......
færðu henni bara næst bjór eða álíka þá hlýtur allt að vera í goodí :)
Sá númerið þitt á númerabirtinum reyndum að hringja en enginn svaraði, pabbi óheppinn hrafn komst í gæsirnar sem héngu hjá Axel svo þær vera ekki borðaðar
XXXX MA
hvað ertu alveg eyðilögð yfir þessu greyið mitt að þú ert bara í bloggstoppi!!
Það hressist hjá kellu svo þú getur nú alveg bloggað eins og eina sögu eða svo :)
Post a Comment