Thursday, October 27, 2005

Lesbíska jólaframhjáhaldið!

Haldið þið ekki að ég sé komin í skemmtinefnd fyrir jólahlaðborðið sem ég ætla ekki á! Ég er snilli, við vorum á fundi í dag, framhjáhaldið var svosum ekki rætt en þetta er örugglega þögult samkomulag um svoleiðis hluti. Reyndar er mjög erfitt að halda framhjá því að það vinnur bara einn karlmaður þarna og hann er næstum því kona. Maður verður þá bara að halla sér að sama kyni. Ég er agalegur pervert í dag, snúum okkur að öðrum æðri og andlegri málefnum. Ég er með skóþráhyggju, er búin að velta mér upp úr því hvort ég eigi að kaupa ákveðna skó í 3 daga. Mér finnst þeir nefnilega dáldið dýrir. Agaleg vandamál í þessu lífi!

2 comments:

Linda Björk said...

hahahaha - fatta ekki hvernig fólki tekst að koma sér í hinar og þessar nefndir sem það ætlar síðan ekki einu sinni að mæta á ;)

en þetta með skóna - ef þú ert búin að velta þeim fyrir þér í 3 daga... og ekki afskrifa þá vegna þess að þeir eru of dýrir þá ættir þú að skunda á staðinn og kaupa þá. Þannig getur þú hætt að hugsa um þá. Mjög góð aðferð þó ég segi sjálf frá.

Anonymous said...

Hæ frænka nú líst mér á þig lætur tæla þig í allavegana vitleysu jólahvað hvort ætlar þú að sigra eða skórnir? Hver stjórnar?Eða algjört stjórnleysi?
'astarhveðjur Erna1