Tuesday, October 18, 2005

Litli prins

Krónprinsinn var sýndur í vikunni í fyrsta skipti opinberlega. Það voru þvílík herlegheit kringum þetta, bein útsending og ég veit ekki hvað og hvað. Mary leit alveg ótrúlega vel út miðað við að hún fæddi barn á laugardaginn En maður hefur víst ekkert val um að líta eitthvað öðruvísi út ef maður er prinsessa. Ég er alveg rosalega skotin í kóngafjölskyldunni, ég er aðeins farin að skilja afhverju það eru 3 tímarit helguð konungsfjölskyldunni í þessu landi. Það er viss glamúr yfir þessu. Ég ætla að kíkja á bókasafnið og finna einhverjar kóngabækur.
Ég held að ég sé að verða dönsk, ég skammaði Anders um daginn á dönsku og svo velti ég því fyrir mér að taka poka með mér útí súpermarkaðinn. Þegar ég geri það einn daginn þá er síðasta vígið fallið.
Mamma átti afmæli á miðvikudaginn og hetjan ég mundi eftir því. Það er svo furðulegt að mér finnst foreldrar mínir ekkert eldast, þau eru búin að vera jafngömul í 10 ár. Móðir mín elskuleg á nú hrós skilið, hún nennti að ganga með mig í níu mánuði og ala mig upp eftir það. Uppeldið var nú stærsta afrekið því ég var nú ekki sú auðveldasta. En hana hefur örugglega ekki grunað hversu skrýtin ég ætti eftir að verða seinna á lífsleiðinni. En það byrjaði ekki fyrr en eftir að hún hætti að ala mig upp, þannig að það er algjörlega á mína ábyrgð.
Ég fór á þá fyndnustu mynd sem ég hef séð í gær "The 40 year old virgin". Hún er kannski komin og farin á Íslandi. Þið verðið að sjá þessa mynd!

1 comment:

Anonymous said...

Drottninga hvað deildarstjórinn minn hún Agla er aðdáandi númer eitt á Dönsku konungsfjölskyldunni og var veisla á fimmtudaginn og áttu allir að koma í sínu fínasta konur í pilsum og menn með bindi eða allavega í einhverju rauðu og var flaggað danska fánanum borðfána reyndar við gengum ekki svo langt að tala dönsku en allt að því kv MA