Tuesday, October 11, 2005

sól, sól skín á mig

Alveg ógeðslega var leiðinlegt í skólanum í kvöld, þessi kennari gæti svæft spíttfíkil. Annars allt fínt að frétta, hér er ennþá bongóblíða. Ég sat með Betu systur úti á kaffihúsi í dag og við sleiktum sólina. Það var allt fínt að frétta frá Skotlandi, þar er allt við sama heygarðshornið, óvenjulega mikið af ljótu fólki miðað við höfðatölu og egg og beikon í öll mál.
Inga Þyri frænka var víst að meika það áfram í Idolinu heima. Til hamingju með það elskan! Það getur verið hagkvæmt að eiga fræga ættingja seinna meir. Ég ætla að elda íslenska rollu handa systur minni á morgun og hafa það huggó.

3 comments:

Anonymous said...

Bara láta vita að það er komin vetur á Norðurlandi ég var á Skagaströnd í dag og þar voru skaflar upp á mið hús

Banbi ykkur vel með Rolluna

Bjartur

Anonymous said...

halló halló
það er fínt að heyra að það er allt gott að frétta af ykkur. ég er lokuð inni allann daginn að lesa fyrir eðlisfræðipróf og það er ekki gaman. vildi að ég væri með í rolluna en það styttist óðum í mína ferð. bið að heilsa kveðja Erna

Anonymous said...

hæ aftur vissir þú að bloggið rennur út eins og heitar lummur. vara að skoða myndir af stelpunni hans Balda og þar í skemmtilegir linkar var Ásdís frænka að blogga í danmörku mjög skemmtilegt. bara að verða heimsfræg.
kveðja erna