Thursday, October 13, 2005

Langlífi!

Ég var að tala við konu í dag sem er 100 ára gömul. Hún var orðin dáldið þreytt á þessu og þakkaði(eða ekki!) háan aldur mikilli hreyfingu, reykleysi og hóflegri áfengisneyslu. Þannig að maður verður að passa sig að vera ekki of healthy, þetta gæti endað í því að maður lifi lengur en maður nenni.
Lífið mitt er svo frábært þessa dagana, ég veit svei mér þá ekki hvað ég gæti beðið um meira. Jú reyndar, ýsu, rosalega væri ég til í ýsu. Fiskneyslan er fyrir neðan allar hellur síðan ég flutti hingað. En það er nú bara lúxusvandamál.
Ég ætla að eyða kvöldinu í að sauma jólakort. Stórt knús til allra!

2 comments:

Linda Björk said...

shit - þá verð ég alveg rosalega gömul þ.e.a.s. ef ég held áfram að hreyfa mig eins og ég hef gert undanfarna daga ;)

Anonymous said...

Væri ekki tilvalið að Erna kæmi með smá ýsu handa ykkur.
værir þú ekki til að lána okkur smá gráður það er dáldið kalt á Íslandi núna