Sunday, October 16, 2005

brrrrr!

Það er opinberlega komið haust í Baunalandi og það er skítakuldi. Það er búið að vera brjálað útstáelsi á mér um helgina,var í kveðjupartíi hjá Jóhönnu plastfrænku í gær. Hún er að flytja til Parísar á morgun og ætlar að að sjarmera frakkann upp úr skónum. Svo var ég að föndra með Betu í dag og svo fór ég á fund.
Ég er ekkert smá glötuð, Erna litlasystir átti afmæli í gær og ég gleymdi því. Það er ekki eins og ég eigi margar systur, ég á nú að geta haft stjórn á þessu. Ég vinn víst ekki "Best sister of the year award" þetta árið. Þar fór það! Ég er bara með eina afsökun af viti, danski krónprinsinn fæddist á laugardaginn og mér varð svo mikið um að ég gleymdi Ernu.
Ég er í vetrarfríi í dönskuskólanum þessa vikuna og finnst það mjög ljúft. Ég er ekki alveg að fatta þetta, við erum búin að tala um danska pólitík í mánuð og það er svo leiðinlegt. Afar tilgangslaust þegar tekið er tillit til þess að það er enginn í bekknum með atkvæðisrétt.

1 comment:

Anonymous said...

Við nöfnurnar eigum greinilega sama afmælisdag og roualigheden miðju prinsessan á að ég held sama afmælisdag og ég gift Grískum prins ef ég er ekki að rugla alltaf jafn yndislegt að lesa frá þér skrefakveðjur Erna 1 PS:til hamingju með mömmu þína