Wednesday, October 26, 2005

Það hefur hægst mikið á blogginu hjá mér að undanförnu, aðallega vegna leti og svo líka að ég er komin í rútínu með vinnu og svoleiðis. Ég skrapp reyndar til Svíþjóðar á sunnudaginn í ljósgjöf, Svíþjóð er gífurlega krúttleg, sérlega húsin og svo er svo fyndið að hlusta á fólk tala. Svo var líka ánægjulegt að sjá sjóndeildarhringinn á Skáni. Þessi tré hérna í Baunalandinu koma nefnilega í veg fyrir slíkt. Eins og sönnum íslendingi sæmir þá verð ég að sjá langt frá mér öðru hvoru. Ég átti hálfs árs án sykurs afmæli um daginn og svo er ég búin að vera án brauðs í eina og hálfa viku. Það gengur ótrúlega vel, ég hef aldrei borðað eins flottan mat á ævinni.
Ég fíla vinnuna mína ofboðslega vel, það er mjög góð tilfinning að vinna við eitthvað þar sem ég geri eitthvað fyrir aðra. Það er svona þemavika í dag,við sátum í tvo tíma og diskúteruðum vinnuna og hvað er hægt að gera betur. Við gerðum leikfmi í gær og sungum morgunsöng í morgunsárið. Þið kannist örugglega við þetta, þetta er eitthvað sem háskólamenntuðu fólki í starfsmannahaldi dettur í hug og finnst alveg gífurlega sniðugt.
Mér og minn heittelskaði erum ægilega heppin þetta árið. Við föttuðum að með því að fara til Íslands í nóvember þá sleppum við julefrokostinum í vinnunni. Því að það er víst gömul hefð í Baunalandi að halda framhjá makanum í jólahlaðborðinu. Þannig að við sleppum við hjónaskilnaðinn þetta árið! Hjúkk!
Ég og minn heittelskaði erum einnig að pæla í að flytja út í sveit á næstu árum. Ég væri alveg til í hús út í sveit sem er svona hálftíma til klst frá Köben, hafa eplatré og kartöflur í garðinum, rollur og hænsni og eitt stykki hest. Það er hálfgerð geðveiki að kaupa sér eitthvað innan borgarmarka, við fengum mesta lagi 3 herbergja íbúð á leiðinlegum stað miðað við okkar tekjur. Það þarf líka að nýta þessa bóndamenntun af Hvanneyri sem Anders hefur í eitthvað. Það væri samt best að gera þetta með einhverjum og við eigum slatta af vinum sem hafa áhuga. Þá verður maður ekki alveg eins einmana. http://www.home.dk/sag/201-2933?fromSite=Boligsiden. Hérna er hús sem okkur finnst girnilegt.

1 comment:

Linda Björk said...

get ég pantað eins og eitt herbergi þarna. Yrði ekkert smá cool að koma til Ásdísar og Anders og vera með sitt herbergi. Aðrir mega náttúrulega hafa afnot af því svo lengi sem það yrði mitt. Eða kannski kalla eitt herbergi bara linduherbergi. Yrði lika cool.