Wednesday, February 06, 2008

Lestur

Ekki hélt ég að ég hefði tíma til að lesa mér til skemmtunar eftir að eignast Leó. En það er rífandi gangur í því þessa dagana, ég er dottin í sænska krimma,Stig Larsson og Lizu Marklund. Alveg hörku skemmtilegir rithöfundar,sérstaklega Larsson. Bókin hans Mænd der hader kvinder límdist við hendina á mér og ég varð bara að klára hana í einum rykk,man bara ekki eftir að hafa lesið svona spennandi bók. Ef einhverjum vantar bisnesshugmynd þá á sá endilega að þýða Larsson yfir á íslensku og gefa út. Sá myndi rokgræða!
Við hjónin erum þvílíkt stolt af frumburðinum, hann náði að velta sér á hægri hliðina, jeiii! Svo ég verði smá væmin, þá eyddi ég einum og hálfum tíma í að horfa á son minn sofa í fanginu á mér í dag. Ég ætlaði að taka mynd svo þið mynduð nú fatta afhverju ég get eytt einum og hálfum tíma í það. En þá hefði ég þurft að standa upp og þá hefði hann vaknað, þið skiljið. Eins og þið heyrið þá er hægt að dunda sér við ýmislegt undarlegt þegar maður er í fæðingarorlofi.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ Ásdís mín,
já það er sko hægt að dunda sér við ýmislegt í fæðingarorlofinu :)
Vá hvað Leo er duglegur! bara farinn að velta sér... ohh þetta er svo skemmtilegt.
Harpa Rós er aldeilis farin að hreyfa sig.. við sjáum dagamun á henni. Hún veltir sér um alla stofuna, hún er ekki alveg farin að "skríða" svona venjulega heldur rúllar hún sér bara þangað sem hún vill komast og svo fattaði hún uppá að spyrna sér berfætt meðan hún lá á bakinu og fór á svaka fart þannig.. þannig að nú er maður bara á fullu að hlaupa á eftir henni og passa að hún fari sér ekki að voða.. :) þetta á bara eftir að batna! Knús og kossar í bæinn og spes knús frá Hörpu Rós til Leo frænda ;)
Hrefna og co