Wednesday, January 30, 2008

updeit

Það er ekki mikið action hér á bæ og ekki frá miklu að segja svosum. Leó litli mann er hinn hressasti og er farinn að vakna minna á nóttunni sem er mjög vel þegið. Við erum reyndar farin að hlakka til að fá aupair-foreldrana í heimsókn í mars. Það þarf nefnilega að skúra eldhúsgólfið og passa barnið að sjálfsögðu!. Beta systir útskrifast líka sem lyfjafræðingur í mars eftir langa mæðu, ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að læra þetta. En það er víst verið að reyna að tryggja að þeir séu ekki að eitra fyrir manni.
Ég fór í heimsókn með erfingjann upp í skóla í vikunni og fékk mikið hrós fyrir að framleiða svona frítt barn. Ég er reyndar farin að hlakka til að byrja í skólanum í haust. Og þó væri ég líka til í að bæta við nokkrum fríðleiksbörnum í viðbót, engin ástæða til að hætta fyrst maður er byrjaður!

3 comments:

Linda Björk said...

jahérna... bara byrjuð að tala um að fjölga meira...

þessar vinkonur mínar láta sko ekki sitt eftir liggja í að fjölga mannkyninu ;)

Anonymous said...

Halló!! Hitti mömmu þína og pabba í dag og frétti af þessari heimasíðu hjá ykkur. Vil bara óska ykkur innilega til hamingju með drenginn Leó, mikið er hann sætur.
Gaman að geta fylgst með ykkur.
Bestu kveðjur Líney og co.
www.barnanet.is/manipall

Anonymous said...

Hæ hæ
ég væri alveg til í að sjá fleiri myndir af fagra drengnum :D
Knúsaðu hann frá okkur Mosó-genginu ;-)
Kveðja Hrefna og co