Saturday, January 05, 2008

The milky way

Fæðingarorlofslífið er undarlegt, ég ráfa um í mjólkurþoku og finnst ég nokkuð góð ef ég hef náð að setja í eina vél yfir daginn(suma daga næ ég því ekki einu sinni). Þegar ég hugsa til baka þá fatta ég ekki hvernig ég náði að gera alla þessa hluti sem ég gerði á hverjum degi áður en Leó fæddist. Allt er í slowmotion, það tekur mig 3 daga að svara smsi og viku að hringja til baka í manneskjuna sem ég var búin að lofa að hringja í. Ég verð að bara að hætta að lofa að gera hluti, allavegana að tilkynna fólki að ég á heima í öðru tímabelti en það á að venjast.
Jól og áramót voru mjög hugguleg, mamma og pabbi voru í heimsókn yfir jólin og stóðu sig fjandi vel í barnapössuninni og húsverkunum. Við buðum þeim að fastráða þau sem au pair en þau þóttust þurfa að mæta í vinnurnar sínar á klakanum. Ég meina það sko, þau hefðu fengið bjór á föstudögum, nautasteik um helgar og að sjálfsögðu strætókort. Þvílíkt góður díll!! Við tökum við umsóknum en förum að sjálfsögðu fram á 3 mánaða prufutíma og persónuleikapróf(engir psykopatar hér inn takk!!)
Leó tekur hraustlega til matar síns og er farinn að brosa til móður sinnar sem þakkir fyrir góðan mat. Mjólkurframleiðslan er reyndar svo svakaleg að ég er að íhuga að selja sopann á kaffihús, það gæti verið næsta trendið, brjóstamjólkurlatte. Gott fyrir þá sem vilja ganga í barndóm!

3 comments:

Gunna said...

hæhæ Mamma þín sendi mér mynd af Léo .hann er svo sætur og algjört krútt :) kær kveðja Gunna

Anonymous said...

Elsku frænka mín!
Það að verða mamma er fullt job
skilurðu þannig að þú skalt ekki örvænta þetta lagast alveg er Leó strákurinn sætastur ekki hætta myndbyrtingum og smá fréttum af þér tækir þú gamla frænku í auperið?
ástarkveðjur til ykkar allra
Erna 1

Anonymous said...

HMMM hljómar vel tilboðið gott við gátum verið til gagns.
kv og knús
MA