Sunday, January 27, 2008

Asíuönd

1 andabringa í strimlum(eða það sem er til í frystinum)
2 paprikur
1 rauðlaukur
1 kassi sveppir
sojasósa

Marinering
1 dl kókósmjólk
1 msk sykur
2 tsk karrý
2 msk fiskisósa
1 msk olía

Marinera kjöt í 15 mín og snöggsteikja á pönnunni(hella marineringunni með á pönnuna). Taka kjötið til hliðar þegar búið er að brúna létt. Setja slettu af sojasósu yfir kjötið. Skera grænmetið gróft og steikja
grænmeti í 2-3 mín og setja kjötið svo aftur á pönnnuna og gegnumsteikja. Bannað að steikja grænmetið of mikið, það á að vera crunchy. Borið fram með hrísgrjónum.
Geðveikt gott!

No comments: