Thursday, February 21, 2008

túkall

Vaknaði með kverkaskít í morgun,kverkaskítur er mjög skemmtilegt orð sem ég er nýbúin að muna eftir. Íslenski orðaforðinn er orðinn dáldið þunnur eftir næstum 3 ára útlandaútilegu. Nýsleginn túskildingur finnst mér líka skemmtilegt orðatiltæki, hef aldrei notað það hvorki í tali eða í skrift og það lýsir ekki ástandinu í dag útaf áðurnefndum kverkaskít. En það átti við í gær , þá var ég eiturhress vegna þess að litli múkkinn svaf næstum alla nóttina. Þá vaknaði ég sko þakklát og ánægð með lífið. Eins og þið heyrið þá þarf ekki mikið til að gera mig bullandi hamingjusama.
Við hjónin áttum 5 ára kærustudag á þriðjudaginn og gleymdum því bæði, 5 ár frá fyrsta deiti. Við þurfum líka að muna svo marga daga, tvo giftingardaga,afmælisdaga og edrúdaga. Já 5 ár síðan ég fór á kaffihús með Anders og fannst hann sá sætasti sem ég hafði séð(og finnst það ennþá). Og þökk sé mörgum rifrildum,mikilli sjálfsskoðun,gífurlegri hjálp frá æðri mætti og einlægum vilja til að vera saman þá eru við hamingjusamlega gift og eigum lítinn múkka saman:)
Ég fór með múkkann í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð í dag og hann stóð sig eins og hetja. Hann sefur eins og engill núna allaveganna. Við fengum heimaverkefni og förum aftur eftir 2 vikur.
adios

3 comments:

Anonymous said...

Vonandi fer kverkaskíturinn svo þú verðir eins og nýsleginn túskildingur aftur endilega vera búin að þessu þegar ég kem nenni ekki að lenda í því að verða veik í DK aftur.Ekki það að það hafi verið þér að kenna
kv og knús
Mamma
á ég að gefa þér afmælisdagabók ?

Linda Björk said...

Til lukku með 5 árin :)

Anonymous said...

Hæ þið krúsidúllurnar mínar til hamingju þið með alla daga. 19feb kveikti ég á kerti því þá voru 42 ár frá því við Gutti giftum okkur einsmanns uppáhald það.Að hugsa sér næstum 3 ár frá því þið fóruð ja svei Knús og kveðjur Erna 1