Tuesday, February 12, 2008

Vor í lofti!

Hér er þvílíkur vorfílingur,9 stiga hiti og fínerí,páskaliljurnar komnar og túlípanarnir á leiðinni. Gífurleg hamingja! Þó að danskur vetur sé gífurlega "nastí" á meðan hann varir þá tekur þetta fljótt af, núna er maður farin að finna fyrir vorkomunni og það er æðislegt. Við vorum með Betu og Mikkel í lambalæri og spil seinustu helgi og Beta vann. Við systurnar höfum það þannig að okkur er alveg sama hvor okkar vinnur, það eina sem skiptir máli er að drengirnir tapi. Þeir verða svo fúlir og tapsárir að það er unun að horfa á. Ég náði í klippingu í gær(var orðin eins og útigangshross) og fór barnlaus á kaffihús í dag þannig að lífið er hreinn lúxus.

2 comments:

Anonymous said...

hér er sko vetur konungur í sínu besta pússi. snjór og rigning til skiptis. gott að heyra að þig stelpurnar séuð með yfirhöndina í spilunum. knús og kossar
erna og bumbi

Anonymous said...

Gott gott þá þiðnar maður kannske á þessarri helgi sem við verðum í Danaveldi.
Já keppnisskapið er greinilega í lagi "go girls".
Smá snjór og smá vindur hva ekkert mál fyrir Íslendinga.
kveðjur og knús
Frá snjóalandi
Mamma