Wednesday, February 13, 2008

Leó múkki

Er orðin frekar þreytt á búlimíunni í syni mínum, er alvarlega að velta fyrir mér að kaupa hvítan einnota málningargalla og vera í honum allan daginn. Ég er líka að hálfsjá eftir því að hafa látið lakka gólfin, það væri hentugra í dag að hafa notað hvítan lút á gólfin, þá sæust ælublettirnir ekki. Núna lítur stofugólfið út eins og ég hafi mávaflokk sem gæludýr.
Það er nú ótrúlegt hvað hann stækkar hratt miðað hvað hann skilar miklu. Hann væri kannski orðinn eins og sumóglímukappi ef hann héldi öllu niðri.:)
Arrggghh! ég horfði á heimildarþátt um sykur og sætuefni í gær og mig langaði bara að rífa í hár mér vegna þess að við manneskjurnar erum svo stúpid!! Það er komið nýtt sætuefni á markaðinn sem heitir sucrolase(það er ekki eins og það hafi vantað á markaðinn!). Hængurinn við þetta sætuefni er að líkaminn getur ekki brotið það niður og það kemur út óbreytt út úr líkamanum, útí klóakið og svo út í sjó. Hreinsunarstöðvarnar geta ekki hreinsað þetta út og þetta endar útí náttúrunni, safnast upp og guð veit hvaða skaða þetta veldur seinna meir. Og þetta gleymdu þeir alveg að kíkja á áður en þeir samþykktu þetta á markaðinn. Okkur er ekki viðbjargandi!! Og þetta er svo fáránlegt þegar tekið er tillit til þess að það eru til náttúruleg sætuefni eins og stevia sem virkar alveg eins vel og hefur engar aukaverkanir fyrir líkama eða umhverfi. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að öll gervisætuefni eru óholl,ég er búin að lesa of mikið um að fólk verði hreinlega veikt af þessu. Ég tek sykurinn frekar, frekar alvöru kók en diet
.

4 comments:

Linda Björk said...

heyr heyr!

annars er kókið alveg farið út (í bili) hjá mér núna!

Anonymous said...

Hæ frænku beib mikið er dásamlegt að fá smá fréttir.Svona eru blessuð börnin eins og drekar að vísu ekki eins heitir en spúa engu að sýður ástarkveðjur til ykkar allra Erna 1

Anonymous said...

Nú Nú þá er eins gott að ég fari að mæta á svæðið til að skúra svolítið hjá ælupúkanum svona til að hafa uppí húsnæði og fæði.
Að nota ekki mikinn sykur kemst uppí vana.
Sjáumst áður en varir elskurnar mínar.
kv og knús
Amma í rigningalandi

Anonymous said...

Elskan mín þetta er bara byrjunin, núna að vaka lasin með kvef, ég fer í hrein föt og uppgötva þegar ég er komin út að ég er öll útklínd í hori :)
og ekki nóg með það heldur er fín klessa af storknuðu brauði á öxlinni á mér.

Fer að velta fyrir mér hvort þetta sé þeirra leið að minna á sig ef maður fer út án þeirra, spurning..