Friday, September 08, 2006

Sexfíkill

Mér er um megn að stjórna Sex and the city fíkninni þessa dagana. Ég fékk nebnilega kassa með öllum seríunum í afmælisgjöf og ég er algjörlega stjórnlaus. Get ekki gert neitt hérna heima nema að brjóta saman þvott(og þá bara ef hann liggur í sófanum fyrir framan imbann). Ég meika það varla að fara út úr húsi á fundi. Ég hef fengið ráðgjöf hjá nokkrum aðilum og mér líst eiginlega best á tillöguna sem hún systir mín elskuleg kom með. Hún sagði að ég ætti bara að klára kassann og þá get ég farið að lifa eðlilegu lífi aftur. Ég er komin í 4 seríu ,disk 3 þannig að það er ekki svo mikið eftir. Þetta er kannski ekki sú mest agaða leið sem ég gæti farið en hún er skemmtileg:) Ég get örugglega verið búin á mánudag ef ég er mjög hömlulaus.
Ég fékk þessa þvílíku martröð í nótt, minn heittelskaði hljóp á eftir mér með hníf og ætlaði að drepa mig og að fela svo líkið útí skógi! Ég slapp naumlega með skrekkinn og var að reyna að segja fólki hvað hafði skeð og það trúði mér enginn. Nú má einhver taka fram draumaráðningarbók og að láta mig vita hvern djöfullinn þetta þýðir. Vinn ég í lottó eða er Anders Hannibal Lecter í rauninni? Endilega láta mig vita hvort það er! Þá get ég gert viðeigandi ráðstafanir,t.d að fara að sofa með annað augað opið!

Himininn yfir Köben var æðislegur í dag , brjálæðislega blár himinn með renaissance málverka skýjum. Lífið er bara helvíti gott í dag. Guð blessi ykkur!

1 comment:

Anonymous said...

Ekki gott ef Sex and the city er farið að framkalla martraðir please come put to the real world lífið er ekkert sex and the city life is a bitch sometimes so snap out of it.
kveðjur og kossar
MA