Thursday, September 07, 2006

kvebb

Ég fékk svo mikið áfall við komuna til Baunalandsins að ég lagðist í kvef og hálsbólgu, ég hef náð mér í danska sýkla í flugvélinni. Beta og Mikkel voru hér í gærkvöldi að horfa á ísland-Baunar og ég komst að þeirri niðurstöðu að fótbolti er aldrei skemmtilegur ekki einu þegar manns eigið föðurland er að spila. Svo við Beta þrautskoðuðum HM listann í staðinn! Og ég er ekki að tala um HM í fótbolta.
Ég keypti Draumalandið eftir Andra Snæ og las hana í flugvélinni, hún er algjör snilld. Hann hittir svo naglann á höfuðið, ég hló upphátt allan tímann og fólk var farið að glápa á mig í vélinni. Þetta er must-read fyrir alla Íslendinga.
Ég er í trylltri frestunaráráttu þessa dagana og það er ekki gott. Ég er að fresta því að finna mér annað jobb og og ligg í sex and the city safninu mínu í staðinn. Ekki vænlegt til vinnings!

3 comments:

Anonymous said...

ÍSLAND BEST Í HEIMI !

Anonymous said...

Hæ frænku beib takk for sidst þetta var með beti afmælisdögum sem ég hef átt stundum er nauðsinlegt að setja á hold og viti menn það gerist ekki stjórna of en samt að framkvæma. ástarkveðjur Erna1

Anders said...

Det var en skøn aften, at se Danmark vinde i fodbold er altid dejligt. Jeg opdagede dog at min kære kone ingen forståelse for fodbold har. Hun vader foran tv'et lige meget om der er straffe eller reklamer. Jeg ligger en klage hos Oli om manglende opdragelse !!!!