Friday, September 01, 2006

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en hann hefur búið í Danaveldi í eitt ár.

Jæja nú er þetta búið, seinasta heimsóknin búin og búið að njóta baðkarsins hennar mömmu í síðasta skipti. Ég er algjörlega agndofa yfir því að ég hafi hreinlega ekki "séð" Ísland fyrr en núna. Þetta er fallegasta land í heimi og ég þurfti að stinga af til Baunalandsins til að sjá það. Þessi ferð er búin að vera frábær, ég fór með Ernu frænku í bíltúr austur í Biskupstungur í berjamó og að skoða nýja sumarbústaðinn. Síðan enduðum við í mat hjá Ingu frænku í Reykholti og svo áttum við æðislega huggulegt kvöld út á palli fyrir framan kamínuna. Og ég féll algjörlega fyrir Reykholti, ég byggði einbýlishús þar í huganum og fannst það passa fínt, þetta er merkilegt ástand, mér fannst meira að segja Hellisheiðin algjörlega ómótstæðileg og þar hef ég keyrt milljón þúsund sinnum yfir ævina og aldrei fundist hún neitt sérstaklega spes fyrr en núna. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í þessa stórkostlegu fjallasýn í kringum Rvk, maður þarf ekki einu sinni að fara út úr bænum.
Ég ætla rétt að vona að Íslandssýkin rjátli af mér eftir að ég kem til baka í hversdagsleikann úti.
Ég hef náð að hitta vel flesta sem ég ætlaði mér í þessari ferð og það hefur verið frábært að endurnýja kynni og finna að það breytist ekkert við smá fjarveru. Ég var reyndar að átta mig á hvað ég elska mikið af fólki og náði að telja upp í 62 manns sem ég elska út af lífinu. Og það er þá með þeim fyrirvara að ég er að gleyma alveg helling! Ég dugleg!
takk fyrir mig í þetta skipti og hafið í huga að þó að lífið sé kúkur suma daga þá gæti lífið verið kúkur á ljótari stöðum en Íslandi!

1 comment:

Linda Björk said...

Góða ferð stelpa :)

stutt þangað til maður sér þig næst - hlakka til að sjá þig þá.

knús