Thursday, September 14, 2006

I did not see that one coming!!!

Vá mar!!!
Ég fékk alltí einu inní skólann sem vildi mig ekki, þeir hringdu í gær og buðu mér pláss. Það datt einhver út, allir á biðlistanum voru uppteknir við eitthvað annað ,guð sé lof og þá kom bara röðin að mér!! Ég tala við yfirmanninn í vinnunni og hún er svo stórkostleg að að hleypa mér í skólann strax á mánudaginn(þó að hana vanti geðveikt starfsfólk). Ég er barasta að fara í háskóla í næstu viku, rosalegt!! Þegar það gerist þá gerist þetta hratt, mér líður eins og ég hafi fengið eldingu í hausinn. jíbí jei,jíbbí jei, djöfull er þetta æðislegt líf!!!!

6 comments:

Linda Björk said...

Til hamingju :)

Þetta er geðveikt - oh er svo ánægð fyrir þína hönd.

knús og kram
Linda Barcelonafari.

p.s. vildi geðveikt að þú værir að fara með okkur.

jóna björg said...

Frábært, til hamingju. Gat bara ekki verið að þú kæmist ekki inn.

Anonymous said...

Þetta var eitthvað skrítið með drauminn var svo viss að þetta gengi upp með skólann draumaráðningarbókin benti til þess, en allt er gott sem endar vel, innilega til hamingju elskan mín.
Kveðjur og knús
MA og PA

Anonymous said...

Til Lykke !!!!!!!!!

Anonymous said...

Það vantar s.s. nýtt geðveikt starfsfólk í staðinn fyrir geðveika starfsfólkið sem hættir?

;-)

Anonymous said...

Congratulationes!

Þá er bara að fara rifja upp hvernig maður lærir!

Bjartur