Monday, September 18, 2006

Þá er fyrsti í skóla búinn, ég byrjaði í anatómíu í morgun og skildi mjög takmarkað það sem fór fram þar. Dönskulatínan mín er nebnilega helvíti ryðguð en þetta hlýtur að koma. Bekkurinn er hið vinalegasta fólk upp til hópa og var ekkert nema liðlegheitin. Skólinn er á frábærum stað, eiginlega út í skógi ,við stöðuvatn og umkringdur epla og perutrjám, þvílík huggulegheit. Mötuneytið fær líka toppeinkunn! Svo fékk ég þær gleðifréttir að það eru ekki próf um jólin,heldur í vor og það hentar mér mjög vel. Hérna er linkurinn ef þið viljið skoða http://www.skolenforpsykomotorik.dk/. Svo er ég í frí á þriðjudögum og þá fer ég að vinna.
Draumur í dós!

2 comments:

Anonymous said...

vá.....en frábært stelpa!
til hamingju!!! - ég er ordin threytt á ad reyna ad ná í thig, by the way....en thess vegna er nú gott ad madur geti lesid bloggid thitt og frétt thannig hvad erad gerast í thínu lífi....

xxx jósa frænka

Anonymous said...

Það gerist til hamingju Dósan mín
hebreska er ekki verri en hvað annað eða latínu danska þú fattar hvað þetta þýðir allt saman fyrr en varir bara að fljóta þegar þarf
Hver er svo í uppáhaldi hjá Guði?
En ekki hún Dísa í Danmörku.
Gangi þér vel.Baráttu kveðjur úr tungunum
Erna 1