Monday, September 25, 2006

Joggingskólinn hluti 1

Mitt stærsta problem í dag er að ég á ekki nógu margar joggingbuxur, skólinn er afslappaðri en allt sem afslappað er! Það er bara jogginggallinn á morgnana og svo greiðir maður sér ef maður ætlar vera extra fínn þann daginn. Ég meira að segja fór í skólann í seinustu viku án þess að setja á mig maskara, pælið í því!Fyrsta vikan með nýju fólki og maður er það afslappaður að maskarinn gleymist! Hérna fínn ég virkilegan mun á íslensku og dönsku skólakerfi. Við gerum verkefni sem við skilum ekki inn, ræðum alveg svakalega mikið um málin og þetta fjallar mest um það að upplifa sjálfan sig og skrifa sig og sínar tilfinningar niður. Ég náttúrulega íslendingur spyr alltaf "hvenær eigum við að skila þessu?" Og þá fæ ég yfirleitt svarið "nei nei ekkert vera að því,þetta er fyrir þiiiiig!"! Þessu þarf víst að venjast.

2 comments:

Anonymous said...

já þetta er ekki svona afslappað hér. hér þarf að skila verkefnum,
kveðja Erna

Linda Björk said...

er nýflutt aftur í íbúðina mína og ekki búin að vera með netið. Svo fæ ég mér netið svo ég geti nú komist á bloggið þitt og lesið. og hvað... bara ekkert blogg.

Manni getur nú sárnað þótt maður gráti ekki ;)

hvernig er það kella - hvenær ætlar þú að blogga?