Wednesday, May 31, 2006

Ég komst í vinnuna á síðasta mánudag heil á húfi þökk sé lestarkerfinu. Ég er orðin fín í hnénu svo að mér hefur ekki tekist að skemma neitt mikilvægt. En þetta kostaði mig viku frá vinnu og mér tókst að gera einfaldlega ekkert af viti hérna heima fyrir(enda engin ástæða til). Það var reyndar einn jákvæður póll í þessu, þegar ég kom aftur í vinnuna þá var hún frú R. svo glöð og þakklát að sjá mig að hún hefur ekkert verið óþolandi í þessari viku(og þetta er eldri kona sem mig langar að kæfa með kodda svona einu sinni í viku). Ég ætti kannski að gera þetta reglulega, mæta ekki hjá henni í viku og þá verður hún svo auðveld viðureignar eftirá.
Pétur vinur okkar er búinn að vera í heimsókn hjá okkur og við erum búin að leika túrista út um allt. Við kíktum í anddyrið á einu nýlistasafni, tveimur höllum og einni dómkirkju. Það er ekki að við séum svona yfirborðskennd, við vorum of nísk fyrir nýlistasafnið og allt hitt var lokað. En við erum allavegana búin að sjá framan á fullt af byggingum. Svo fórum við á smörrebröd stað í gærkvöldi, svona ekta danskan, mjög gott en það vall majones út úr eyrunum á mér eftir á. Þetta er afar mikið feitmeti, það er ekkert skrýtið að Danir séu feitir.
Fór á X-men og hún var ekkert spes, það eina sem gerir hana þess virði að sjá hana eru vöðvarnir á Wolverine!

2 comments:

Linda Björk said...

það er alveg þess virði að fara á bíómynd til þess eins að sjá Hugh Jackman aka wolverine :)

Anonymous said...

Hæ Ásdís mín.
Langt síðan við höfum heyrst skvísa. Ég hef ekki skoðað síðuna þína í marga mánuði... :/
Svo tók ég sénsinn að ég mundi slóðina þína og viti menn.. Ég mundi hana! :D
Vonandi eruð þið alltaf jafn hress og skemmtileg og þið hafið alltaf verið. Ertu með msn? Það væri nú gaman að heyra í þér annað slagið ;) Anders er ekki nógu duglegur á msn-inu hehe.
Bið að heilsa þér og þínum :* og til lukku með litlu (ská) frænkuna sem fæddist í gær ;)
Vonandi heyrumst við sem fyrst.
Bestu kveðjur og knús, Hrefna
...já msnið mitt er hrefna1972@hotmail.com ef þú vilt vera msn vinur minn :)