Saturday, June 10, 2006

Sugababes!

Fór á tónleika með Sugababes í gærkvöldi og þær voru þrusugóðar. Ég er búin að vera pínu fan í smá tíma og það kom mér á óvart hversu góðar þær eru live. Þær voru með sitt eigið band og það var ekkert playback í gangi. Ég sá í dag í blaðinu að Eivör páls er hérna með tónleika á fimmtudaginn og ég lýsi eftir baunabúa til að fara með mér, hún er æði.
Staðan í Baunalandinu í dag er sú að það er 19 stiga hiti kl.9 á morgnana og það er ágætt skal ég segja ykkur. Og það verður hitabylgja í næstu viku þannig að mér ætti ekki að verða kalt.
Ég hef lengi verið á pirruð á reykingarfíkn Baunana og ég hef engan tolerans fyrir þessu bulli. Ég sæki þessi 3 kaffihús í Köben sem eru reyklaus eins mikið og hægt er. Reykingar á almannafæri eru mesta sjálfselska í heimi. En þetta er allt að koma, það er stór kaffihúsakeðja hér í bæ sem er búið að lýsa sig reyklausa þannig að ég hef fleiri staði til að fara á núna. Ég var boðin í afmæli í kvöld og það var góður matur og félagsskapur. En við hjónin fórum heim fyrir desert af því að við meikuðum ekki reykingarnar. En þetta breytist hægt og rólega hérna, þeir eru í gangi með að fara að banna reykingar á vinnustöðum og þá kemur þetta.

2 comments:

Linda Björk said...

oh ég væri svo til í að skella mér á tónleika hjá Eivor.

Sjaumst við ekki svo í Barcelona?

Anonymous said...

cejsfzbfxfoowxhHæ dúlla,
það er orðið svo langt síðan ég las bloggið að ég hálfskammast mín. En svo les maður um það að þú hafir farið á Sugarbabes tónleika....ertu ekki að grínast? Er þetta ekki einhver "lame" fáklædd stelpuhljómsveit? Þú afsakar en ég næ varla upp í nefið á mér....hihihihi.
oh...jæja ég skal hætta að hneykslast :) Hafðu það gott dúlla og ég bið að heilsa Anders.
Knús, Anna Sigga (eru þið eitthvað á leiðinni á klakann?)