Sunday, June 18, 2006

sumar

Ég elska þennan árstíma í Baunalandinu, kirsuberin og jarðarberin eru mætt á svæðið. Og það eru alvöru sæt jarðarber ekki þetta súra drasl sem maður fær á Íslandi. Svo eru plómur, melónur, ananas og svo framvegis mmmmm!!! Þannig að það eru ávextir í hvert mál þessa dagana , sem passar ágætlega við sumarveðrið. Ég er orðin svo aðlöguð þessu sumri hérna að mér verður bara kalt í 20 stiga hita. Ég er búin að vera í grillpartíum alla helgina og slappa af. Við fórum á ströndina í Tisvildeleje á föstudaginn og vorum svo í heimahúsi í Helsinge, ég var með stelpunum í vinnunni og ég hló svo mikið að ég er ennþá með harðsperrur í kjálkunum. Talandi um harðsperrur, ég er byrjuð í ræktinni til að vinna á majónesbumbunni minni. Ég er spennt að sjá hvort ég nái að vera lengur en í mánuð, það er nefnilega metið! En maður verður að vera vongóður í þessu lífi, það þýðir ekkert annað!

1 comment:

Linda Björk said...

það er svo löngu tímabært að þú farir að skrifa eitthvað hérna góða mín.

Hvað er að frétta, hvað ertu að gera. Búin að steikjast í sólinni í Danmörku