Tuesday, May 09, 2006

sumar

Það hefur verið ákveðið í ár að sleppa vorinu og fara beint yfir í sumarið. Það er búið að vera yndislegt veður og 20 stiga hiti í viku. Það er ekki hægt að keyra á scooternum með hanska, það er of heitt. Þetta er algjör snilld, trén eru að springa út í blómum, kirsuberjatrén og magnólíutrén eru svo falleg, ég gæti eytt heilum degi í að horfa á þau. Svo er komin þessi útlandalykt í loftið, svona heit gola með blómalykt. Æði!
Mér finnst alveg gífurlega gaman að brúnkuáráttu Dana, hér í landi er samasemmerki að líta vel út og vera brúnn. Ég hef tekið eftir fullt af fólki sem er grunsamlega dökk sólbrúnt svona í byrjun sumars, það er búið að liggja í sólarbekkjum svo að það sé hægt að taka sig vel út í stuttbuxunum. Ég á ekki mikinn sjens í brúnkukeppnina með mín kríthvítu gen og verð líklega eina hvíta manneskjan í Danmörku í sumar. Ég meina ,það verður einhver að vera það!
Ég ætla að fara að þvo stofugluggana, það sér ekki til sólar fyrir skít.

No comments: