Tuesday, May 16, 2006

Ásdís Skaðvaldur

Já, mér tókst að keyra aftan á bíl í gær, alveg ekta mánudagur. Bíllinn fyrir framan bremsaði dáldið harkalega og ég var ekki nógu vakandi. En það góða við að keyra um á plasthjóli er að maður nær ekki valda neinum skemmdum af viti, bíllinn slapp með rispu á stuðaranum. Scooterinn er pínu ljótari að framan, hann brotnaði aðeins en keyrir fínt. Ég er smá aum í skrokknum eftir höggið en það gengur fljótt yfir.
Ég keypti mér sólbrillur um daginn með styrk, ég hef ekki gengið með brillur í 2 ár núna. Ég týndi seinasta pari við grunsamlegar aðstæður. Þvílíkur munur, ég sééé!!!!. Ég rata mikið betur núna af því að ég sé nefnilega hvað göturnar heita núna. En málið er að það er dáldið fáránlegt að horfa á sjónvarp og lesa bækur með sólgleraugu. Það er rosa kúl, ég sé mjög skýrt en það er dáldið dimmt svona innandyra. Svo næsta skref er að kaupa venjulegar brillur!
Fór í viðtal í dag útaf skólanum og það gekk vel. Núna er bara að bíða til 28.júlí. Þá gerast stórir hlutir. Ég og minn heittelskaði erum í meiriháttar skipulagningu þessa dagana varðandi heimilisstörf, núna gerum við matseðil fyrir heila viku og kaupum inn EINU sinni inn í viku. Það er æði, ég var alltaf úti í búð hérna áður annanhvern dag og brjótandi heilann um hvað í andskotanum við ættum að éta þetta kvöldið. Núna er ég laus við þær pælingar, dejligt!

1 comment:

Anonymous said...

Guð hvað ég tek undir þetta með að versla einu sinni í viku, alger draumur. OG að vita hvað á að spísa alla vikuna, jette bra.