Sunday, August 07, 2005
Roskilde
Þetta er búin að vera frábær helgi, vorum með Beggu og Björgvin í grillmat í gærkvöldi, þau eru í stuttri heimsókn. Þetta var virkilega skemmtileg kvöldstund. Svo fór ég til Roskilde til vinafólks sem er nýbúið að kaupa sér hús. Roskilde er mjög krúttlegur bær rétt fyrir utan Köben. Húsið er rosalega huggulegt, stór garður með flottu kirsuberjatré,3 eplatrjám,perutré og tómötum og agúrku í gróðurhúsinu. Þetta er eitthvað svo innilega ekki íslenskt. Ég fíla þetta í tætlur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta var líka skemmtileg helgi á klakanum! Gay pride og alles.
Það voru 2 NORSKIR klæðaskiptingar með show á sviðinu :) Algjörir snillingar.
Heja Norge!
Haltu áfram að fíla þig!
Knús, Anna Sigga
Post a Comment