Ég er búin að fatta ástæðuna fyrir þessari trylltu vinnugleði í manninum mínum síðan við komum hingað. Við erum nefnilega sjónvarpslaus! Svona virkar þetta víst , ekkert sjónvarp og maðurinn minn fer út í garð að smíða skóhillur úr eldiviðnum. Þá vitið þið það dömur!
Eini mínusinn við framtakssemina í honum er sá að ég þarf alltaf að vera hjálpa honum við eitthvað, halda í málbandið og sv.frv. Og ég er alltof þunglynd og löt til þess. Það er ekki á allt kosið í þessu lífi.
Friday, July 22, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Á að senda þér smá prosak út?
Hey getur farið að hlakka til þangað til í september :)
veit ég gerið það!
Maður ætti kannski bara að fara að vinna hjá póstinum og henda sjónvarpinu til þess að allt verði eins og maður vill hafa það. (væri samt fínt að liggja yfir sjónvarpinu meðan karlinn stritaði á pallinum ;)
Hæ Ásdís mín!! gaman að lesa bloggið þitt. Hef verið netlaus í fleiri vikur en fékk nýtt í gær.kristinunnur@simnet.is. Hafðu það gott. Hlakka til að fylgjast með. Bæ
Sæl elsku dúllan mín samúð mín er öll með þér þú háskólagengin prinsessa frá Fróni að bera út póst no way.
annars takk fyrir síðast, dásamlegt partý. Baldi var að eignast dóttur bað hann að senda þer línu og myndir.
Þúsund kossar og straumar til að létta heimþrána.
Inga frænka
Hæ Ásdís frænka.
Ég veit það er seint en ég fæ alltaf fréttir löngu á eftir öllum öðrum. Mig langaði bara til að óska ykkur innilega til hamingju með hjónabandið.
Ferlega skemmtilegt blog hjá þér. Ég er búinn að hlæja af mér rassgatið hérna. Svo langar mig að segja þér frá nýfæddri frænku þinni sem kom í heiminn 13. júlí. Það eru myndir af henni á www.baldvinogeva.com.
Hilsen.
Baldi frændi.
er ekki alveg komin tími á nýtt blogg.... komin nýr mánuður ;)
hæ hæ systir góð
er ekki kominn tími á eitthvað nýtt. það hlýtur eitthvað að vera í gangi hjá ykkur. var að koma heim af hornströndum útgenginn upp að öxlum. svaka gaman.
bið að heilsa
þín litla systir erna
Post a Comment