Tuesday, July 12, 2005

Heitara í dag en í gær

Í dag var hægur dagur, ég er farinn að skilja afhverju allt gengur hægt fyrir sig í heitum löndum, það er einfaldlega ekki annað inn í myndinni. Ég reyndi að bera voða hratt út í dag en það var ekki sjens, skrokkurinn sagði bara nei. Ég fékk að bera út hjá forsætisráðherranum, ég held að hann hafi ekki verið heima, hann svaraði allavegana ekki dyrabjöllunni. Ég lenti í hundi í dag og það endaði með að ég þurfti að biðja eigandann að fjarlægja hann, hann hleypti mér ekki út. Þetta er rosalega óþægilegt, hann urraði og gelti eins brjálaður og ég þorði ekki að snúa baki í hann og stinga hann af. Ég var hrædd um að hann myndi bíta mig í rassinn.
Plúsinn við að bera út í svona hita að það keppast allir við að bjóða manni eitthvað kalt að drekka. Það var kona sem gaf mér ísvatn í dag og bjargaði lífi mínu. Rosalega indæl kona, ég skal sko kyrja fyrir henni. Ég er ægilega dösuð eftir daginn, ég nenni akkurat ekki neinu. Maðurinn minn er á útopnu smíðandi skóhillur út í garði, ég skil ekki hvernig hann getur þetta. Ég ætla að kíkja á ströndina á morgun eftir vinnu og gá hvort það virkar eitthvað betur. Það má alveg fara að rigna bráðum.

5 comments:

Linda Björk said...

Er alveg til í að skipta - þú mátt fá rigninguna hér ef þú sendir sólina til okkar :)

Ásdís said...

ætlaru að koma og elda handa mér rollu í september? þá ættiru að vera fullæfð í brúnu sósunni

Linda Björk said...

ég er alveg ágæt í pakkasósunni sko ;)

Anonymous said...

Já ég er sko alveg til í að skipta við þig á sól og rigningunni sko ;)

Hjördís A

Linda Björk said...

takk fyrir að senda sólina :)

eða varst það ekki annars þú ;)